Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 3. september.

Boðið verður upp á 5 km og 10 km.

Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina og hefjast bæði hlaupin kl. 13.

Sameiginleg upphitun hefst kl. 12:35. 

Skráning er á netskraning.is og lýkur kl. 14:00 föstudaginn 2.september.

Keppnisgögn eru afhent milli kl. 17-19 föstudagskvöldið 2.september í Íþróttamiðstöð Ve.

Eitt þátttökugjald 3.000 kr er í hlaupið, óháð vegalengd. Hlauparar fæddir 2007 og síðar (15 ára og yngri) fá frítt í hlaupið.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjá í karla og kvennaflokki í hvorri vegalengd.

Einnig verða veitt aldursflokkaverðlaun.

Íþróttahúsið verður opið fyrir og eftir hlaup og hægt er að fara í sund þar og er það innifalið í gjaldinu.

Fyrir þá sem koma ofan af landi þá er um að gera að bóka ferðina yfir tímalega:  herjolfur.is

Þú getur líka fylgst með á facebook

Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála.

Upplýsingar veitir Sigmar Þröstur Óskarsson í síma 895-3339 eða Magnús 897-1110.