Hlynur og Kári Steinn ætla að taka þátt

02.09.2020
Vestmannaeyjahlaupið verður á laugardaginn kl.13. Boðð er upp á tvær vegalengdir 5 og 10 km. Veðurspaín er mjög góð. Við vonum að sem flestir taki þátt. Skráning er á hlaup.is. Hlaupið er haldið í tíunda sinn. Kári Steinn hefur tekið þátt í þeim öllum og á brautarmet í öllum þremur vegalengdunum sem hafa verið í boði.
Brautarmet í 10 km. er 33:42 sem Kári setti 2013.
Hlynur Andrésson ætlar að taka þátt í ár og er það í fyrsta sinn síðan 2012. Þá tóku Kári Steinn og Hlynur þátt í 21 km. Kári Steinn vann og setti brautarmet sem enn stendur. Hljóp á tímanum 01:12:33. Hlynur ætlar að gera atlögu að brautarmetinu í 10 km. á laugardaginn. Það væri gaman að sem flestir sem ekki ætla að hlaupa kæmu til að hvetja hlauparana. Sérstaklega væri gaman að fá sem flesta niður á Tangagötu við Vigtartorg.