Skráning í Vestmannaeyjahlaupið hafin

05.08.2018

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 1. september. Boðið verður upp á 5 km, 10 km og 21,1 km hlaup. Öll hlaupin hefjast við Íþróttamiðstöðina, 21,1 km kl. 11:30 en 5 km og 10 km hlaupin kl. 12:00.

Skráning er hér...

Hægt er að panta frímiða (ekki fyrir bíl) með Herjólfi samhliða skráningu í hlaupið. Einungis 100 frímiðar eru í boði, fyrstir kom, fyrstir fá. Ferðatími er eftirfarandi: Til Eyja kl. 9:45 frá Landeyjarhöfn og til baka kl. 18:30 frá Vestmannaeyjum.

Þátttökugjöld eru 2.000 kr í allar vegalengdir ef skráð er fyrir 7. ágúst (24:00 þann 6. ágúst), en 3.000 kr eftir það.