Þátttakendur koma víða að

01.09.2017

Þegar sólarhringur er í að ræst verði í hlaupið hafa skráð síg 130 manns. Þeir koma víða að og eru frá sjö þjóðernum. Ein af þeim er Chizuru Hamasaki sem er fædd í Hiroshima í Japan. Hún kom á fimmtudeginum með fjölskyldu og vinum. Að sjálfsögðu fóru þau að leita af lundapysjum og fundu nokkrar. Hér er hún með eina af þeim. Hún tekur þátt í 10. km.